Nokia Wireless Music Receiver - Um móttakarann

background image

Um móttakarann

Með þráðlausa MD-310 Nokia tónlistarmóttakaranum geturðu hlustað á

uppáhaldstónlistina þína í framúrskarandi gæðum án þess að þurfa að skipta um

geisladisk eða leggja langar snúrur. Til að spila tónlist beint úr samhæfum tækjum, t.d.

síma eða tónlistarspilara, skaltu fyrst tengja móttakarann við hljóðkerfið og svo tækið

við móttakarann um Bluetooth. Hægt er að tengja annað tæki við móttakarann án þess

að stöðva tónlistina.
Lestu þessa notendahandbók vandlega áður en varan er tekin í notkun. Lestu einnig

notendahandbókina sem fylgir tækinu sem tengt er við vöruna.

Viðvörun:

Þessi vara getur innihaldið smáa hluti. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.

Yfirborð þessarar vöru inniheldur ekki nikkel.