Móttakarinn tengdur við hljóðkerfi
Tengdu móttakarann við hljóðkerfi, líkt og hljómflutningstæki, og njóttu uppáhalds
tónlistarinnar þinnar í framúrskarandi gæðum.
Dragðu hljóðsnúruna eins langt út og þörf er á og tengdu hana við inntakstengi
hljóðkerfisins.
Ef hljóðkerfið er með RCA-inntakstengi geturðu einnig notað RCA-snúruna.
Tengst með RCA-snúru
Tengdu hljóðsnúruna í RCA-snúruna og tengdu svo RCA-snúruna í RCA-inntakstengi
hljóðkerfisins.
Með snúruklemmunni er hægt að festa saman hljóðsnúruna og rafmagnssnúruna.