
Straumspilun tónlistar í hljóðkerfi
Áður en hægt er að straumspila tónlist þarf að tengja móttakarann við hljóðkerfið og
para hann og tengja við samhæft Bluetooth-tæki, t.d. síma.
Tónlist í tæki spiluð
Gakktu úr skugga um að kveikt sé á móttakaranum og hann sé tengdur við samhæfa
tækið. Veldu svo lag sem þú vilt spila í tækinu.
Breyta hljóðstyrk
Notaðu takka hljóðkerfisins.
Þegar þú straumspilar tónlist kviknar á straumspilunarljósi móttakarans.
5

Ef hringt er í símann þegar verið er að spila tónlist í honum er gert hlé á spiluninni þannig
að hægt sé að svara símtalinu. Símtalinu er ekki beint í hljóðkerfið. Hægt er að halda
spilun tónlistar áfram eftir að lagt hefur verið á.